Liverpool vill fá ungan Bandaríkjamann

Jür­gen Klopp, stjóri Liverpool.
Jür­gen Klopp, stjóri Liverpool. AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Liverpool hafi boðið 11 milljónir punda í bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic.

Pulisic, sem er 17 ára gamall, leikur með þýska liðinu Borussia Dortmund. Fleiri félög en Liverpool hafa borið víurnar í hann og fregnir herma að Stoke City hafi boðið 17,1 milljón punda í leikmanninn sem þykir gríðarlegt efni.

Hann er sóknarmaður og þar sem Dortmund hefur fengið til liðs við sig fjóra framherja í sumar, Mario Götze, Ousmane Dembele, Emre Mor og Andre Schurrle, þykir líklegt að Dortmund sé reiðubúið að selja Pulisic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert