Ætlum okkur á HM

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í velska liðinu Swansea City verða í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar þeir sækja meistara Leicester City heim á King Power-völlinn í Leicester.

Swansea hóf leiktíðina með útisigri gegn nýliðum Burnley en tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Hull um síðustu helgi. Morgunblaðið náði tali af Gylfa Þór og spurði hann fyrst hvort það hefði verið erfitt að gíra sig upp fyrir leiktíðina eftir ævintýrið með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar?

„Nei, alls ekki. Við leikmennirnir sem vorum á EM í sumar fengum aðeins lengra frí en aðrir. Nú er EM löngu búið, sem var frábær tími, en nú er tímabilið bara hafið hér og það er bara mjög gaman,“ sagði Gylfi Þór.

Getum á góðum degi unnið Leicester

Spurður út í slaginn gegn Englandsmeisturunum sagði Gylfi: „Það verður bara mjög gaman að mæta þeim en framundan er mjög erfitt prógramm hjá okkur þar sem við mætum flestum bestu liðunum. Eftir landsleikjahléið mætum við Chelsea, Southampton, Manchester City, Liverpool og Arsenal í deildinni og þar inni á milli er leikur við Manchester City í deildabikarnum. Það verður mikilvægt fyrir okkur að safna einhverjum stigum í þessum leikjum. Tapið á heimavelli á móti Hull var ansi svekkjandi en það þýðir ekkert að hengja haus yfir þeim úrslitum. Það verður gaman að eiga við meistarana. Við getum á góðum degi unnið þá en við getum líka skíttapað. Leicester hefur átt í smábasli í fyrstu umferðunum og það er kannski eðlilegt því allir vilja vinna meistarana. Nú tekur við ný áskorum fyrir þá. Leicester er áfram með hörkugóða leikmenn sem geta klárað leiki upp á sitt eindæmi,“ sagði Gylfi Þór.

Sjá viðtal við Gylfa Þór í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert