„Ferguson hefði fengið sex mínútur

Mike Phelan.
Mike Phelan. AFP

Mike Phelan, knattspyrnustjóri Hull City á Englandi, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í 1:0 tapi gegn Manchester United.

Marcus Rashford skoraði sigurmarkið fyrir United í uppbótartíma síðari hálfleiks en Hull varðist frábærlega í leiknum og því afar svekkjandi fyrir heimamenn.

Phelan var sáttur með sína menn en grínaðist þó með það að Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri, hefði fengið sex mínútur í uppbótartíma.

„Ferguson hefði vanalega fengið sex mínútur en við fengum aðeins fjórar mínútur í dag,“ sagði Phelan og grínaðist.

„Leikmenn Hull eru góðir leikmenn og góðir menn. Þeir eru ákveðnir í því að sanna að þeir eigi heima í þessari deild. Við erum með 6 stig af 9 mögulegum og það er draumur miðað við að það eru aðeins 13 leikmenn leikfærir,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert