Sigurmark í uppbótartíma

Wayne Rooney berst við Curtis Davies í dag.
Wayne Rooney berst við Curtis Davies í dag. AFP

Manchester United lagði Hull City að velli 1:0 í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag en leikið var á KCOM-leikvanginum. Enski táningurinn Marcus Rashford reyndist hetja United.

Leik lokið. United er áfram með fullt hús stiga. Hull City varðist frábærlega í dag og því afar svekkjandi fyrir liðið að fá á sig mark í uppbótartíma. Vel gert þó hjá varamanninum Rashford.

90. MAAAAAAARK!!!! Hull City 0:1 Man Utd. MARCUS RASHFORD AÐ TRYGGJA SIGURINN!! Wayne Rooney fékk boltann vinstra megin við teiginn, fíflar varnarmann áður en hann leggur boltann fyrir markið á Rashford sem þurfti aðeins að pota í boltann.

88. POGBA MEÐ SKOT!! Hann fékk boltann rétt fyrir utan, tók gabbhreyfingu áður en hann lét vaða en boltinn fór rétt framhjá. Þetta á ekki að ganga upp hjá honum í dag.

80. RASHFORD!!! Hann gerði allt frábærlega. Kom sér inn í teiginn, mundaði skotfótinn, en Eldin Jakupovic ver meistaralega!

78. Paul Pogba með aukaspyrnu sem fer yfir vegginn og framhjá. Nýliðarnir virðast ætla að krækja í stig hérna gegn öflugu liði Manchester United.

62. Zlatan með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk. Tíðindalítil byrjun á síðari hálfleiknum.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

Hálfleikur.

45. ZLATAN!! Það kom aukaspyrna fyrir markið og Zlatan náði að koma sér framhjá markverðinum. Hann reyndi svo að skora með hælspyrnu en boltinn fór í hliðarnetið. Spurning með rangstöðu þarna, sýndist dómarinn hafa flaggað.

37. Rooney vildi fá vítaspyrnu þarna. Juan Mata lék sér með boltann hægra megin í teignum áður en Rooney átti skot en það fór í magann á varnarmanni Hull. Rooney vildi fá víti en það var engin innistæða fyrir því.

23. Þessi leikur hefur ekki verið neitt sérstaklega góð auglýsing fyrir enska boltann til þessa en eina alvöru færið fékk Zlatan Ibrahimovic með skalla eftir tíu mínútur. Nú á Hull hins vegar aukaspyrnu fyrir utan teig.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér að neðan.

Manchester United:  De Gea, Valencia, Bailly, Blind, Shaw, Fellaini, Pogba, Mata, Rooney, Martial, Ibrahimovic
Bekkur: Romero, Smalling, Herrera, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young, Rashford
Hull: Jakupovic, Robertson, Davies, Meyler, Huddlestone, Hernandez, Snodgrass, Clucas, Livermore, Diomande, Elmohamady
Bekkur:  Kuciak, Maguire, Maloney, Bowen, Olley, Clackstone, Hinchliffe  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert