Vinstri bakverðirnir sáu um mörkin á White Hart Lane

Roberto Firmino og Dele Alli lenti saman í leiknum.
Roberto Firmino og Dele Alli lenti saman í leiknum. AFP

Tottenham og Liverpool skildu jöfn, 1:1 á White Hart Lane í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool-menn hófu leikinn betur og fengu fjölmörg færi. Philippe Coutinho fékk líklega það besta er hann lét verja frá sér af stuttu færi eftir 5. mínútna leik. 

Vinstri bakvörður Liverpool, James Milner, kom liðinu yfir á 43. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Firmino féll í teignum en það má hins vegar deila um hversu mikil snertingin var. Kyle Walker virtist þá rekast lítillega í Firmino sem lét sér ekki segjast, skrikaði til fótur og féll.

Tottenham lék betur í síðari hálfleik en þeim fyrri og setti Liverpool undir pressu um miðbik hans. Þeir komust hins vegar ekki strax í gang og Sadio Mané, framherji Liverpool skoraði mark sem dæmt var af á 56. mínútu. Í endursýningu virtist vera um réttan dóm að ræða en Coutinho, sem átti sendinguna fyrir á Mané, virtist vera hársbreidd fyrir innan varnarlínu Tottenham.

Eftir góðan kafla um miðbik síðari hálfleiks uppskar Tottenham að lokum mark á 72. mínútu er enski landsliðsbakvörðurin Danny Rose jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir að hafa lúrt á fjærstöng. Fleiri mörk urðu ekki skoruð og lokatölur því 1:1.

Tottenham hefur fimm stig eftir þrjá leiki sem er eflaust minna en þeir hefðu viljað og Liverpool hefur fjögur stig eftir þrjá útileiki.

Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Lallana, Henderson, Wijnaldum, Mane, Firmino, Coutinho. 

Tottenham: Vorm, Walker, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Dier, Wanyama, Lamela, Alli, Eriksen, Kane

90. Leik lokið, 1:1 jafntefli.

88. Daniel Sturridge kemur inn í lið Liverpool fyrir Sadio Mané.

80. 10 mínútur eftir og bæði lið sækja til sigurs.

72. Bakvörðurinn Danny Rose jafnar metin! Staðan er 1:1. Fær boltann á fjærstönginni og setum knöttinn á nærstöngina af stuttu færi. Þetta áttu heimamenn skilið!

65. Mignolet ver tvívegis vel. Fyrst aukaspyrnu og síðan skalla. Heimamenn að setja pressu á Liverpool.

62. Daninn Christian Eriksen í hörkufæri, skýtur af 12 metra færi rétt yfir. Hættulegt hjá Tottenham!

56. Mané setur knöttinn í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. Coutinho virtist vera nokkrum sentímetrum fyrir innan en hann átti sendinguna á Mané.

53. Joel Matip skallar aftur sig í þverslána eftir hornspyrnu Liverpool. Gestirnir eru áfram sprækari.

46. Síðari hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur. Gestirnir eru yfir í hálfleik.

43. MARK! James Milner kemur Liverpool yfir úr vítaspyrnu eftir að Kyle Walker hafði brotið á Firmino inni í teig. Snertingin virtist afar lítil en nóg til þess að Firmino skrikaði fótur og féll.

26. Liverpool-menn eru býsna sprækir á þessum fyrstu mínútum leiksins og eru líklegri en heimamenn til þess að skora. Hafa verið við það að sleppa í gegn og hefur Sadio Mané verið ansi líflegur.

5. Coutinho klúðrar algjöru dauðfæri eftir undirbúning frá samlanda sínum Firmino. Liverpool vann boltann á miðjunni og brunuðu í sókn. Coutinho fékk boltann í teignum en laflaust skot hans var varið.

1. Leikurinn er hafinn.

Leikmenn Liverpool fagna eftir að James Milner skoraði úr vítaspyrnu.
Leikmenn Liverpool fagna eftir að James Milner skoraði úr vítaspyrnu. AFP
Kyle Walker í baráttu við Brassann Philippe Coutinho í leik …
Kyle Walker í baráttu við Brassann Philippe Coutinho í leik liðanna í dag. AFP
Jürgen Klopp tekur í spaðann á Mauricio Pochettino fyrir leikinn …
Jürgen Klopp tekur í spaðann á Mauricio Pochettino fyrir leikinn í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert