Conte eltist við Alonso

Marcos Alonso í leik með Fiorentina.
Marcos Alonso í leik með Fiorentina. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, er að ganga frá kaupum á spænska varnarmanninum Marcos Alonso ef marka má spænska blaðið MARCA.

Conte tók við Chelsea í sumar eftir að hafa stýrt ítalska landsliðinu síðustu tvö árin en honum hefur gengið illa að finna liðsauka í vörnina. Leonardo Bonucci, Georgio Chiellini og Daniele Rugani, leikmenn Juventus, hafa allir verið orðaðir við Chelsea en Juventus hefur engan áhuga á að selja þá.

Conte ætlar sér að fá Marcos Alonso, 25 ára gamlan varnarmann Fiorentina á Ítalíu, en hann mun kosta Chelsea um það bil 25 milljónir evra.

Alonso kom til Fiorentina á frjálsri sölu frá Bolton árið 2013 og hefur verið einn besti varnarmaður ítölsku deildarinnar síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert