Kemst City í toppsætið?

Sergio Agüero fagnar marki með Manchester City.
Sergio Agüero fagnar marki með Manchester City. AFP

Tveir síðustu leikirnir í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fara fram í dag.

Klukkan 12.30 eigast við WBA og nýliðar Middlesbrough og klukkan 15 er komið að viðureign Manchester City og West Ham.

Manchester City skýst í toppsæti deildarinnar með sigri en Manchester United og Chelsea eru í efstu sætunum með 9 stig en City er í þriðja sætinu með 6 stig og getur skotist í toppsætið á markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert