„Sá ekki atvikið“

Pep Guardiola tók Sergio Aguero af velli tíu mínútum eftir …
Pep Guardiola tók Sergio Aguero af velli tíu mínútum eftir atvikið. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, var sáttur við sína menn eftir 3:1 sigurinn á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag, en hann segir þetta besta úrvalsdeildarleikinn til þessa.

Lærisveinar Guardiola fara vel af stað, en þeir voru léttleikandi gegn West Ham í dag. Liðið fékk urmul af færum í leiknum og í raun ótrúlegt að það  skoraði ekki fleiri mörk.

„Þetta er besti úrvalsdeildarleikur okkar til þessa. Enska úrvalsdeildin er eins og hún er, sterk með mikið af löngum boltum. Það er mikið af meiðslum hjá West Ham, þetta lið með Payet og Lanzini inni á hefði verið sterkt, en við erum sáttir,“ sagði Guardiola.

Sergio Aguero, framherji City, gæti átt yfir höfði sér þriggja leikja bann fyrir að gefa Winston Reid, varnarmanni West Ham, olnbogaskot en Guardiola segist ekki hafa séð atvikið.

„Ég sá ekki atvikið með Aguero. Sjáum hvað setur,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert