Watford fær öflugan framherja

Stefano Okaka hittir þá Roberto Pereyra og Younes Kaboul hjá …
Stefano Okaka hittir þá Roberto Pereyra og Younes Kaboul hjá Watford. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Watford staðfesti í dag kaup á ítalska framherjanum Stefano Okaka en hann kemur frá belgíska stórliðinu Anderlecht.

Okaka, sem er 27 ára gamall, var magnaður á síðustu leiktíð með Anderlecht en hann gerði fimmtán mörk fyrir félagið í 37 leikjum.

Hann hefur verið á mála hjá liðum á borð við AS Roma, Sampdoria, Parma og Fulham, en hann hefur nú gert fimm ára samning við Watford.

Okaka lék síðast á Englandi tímabilið 2009-2010 en hann skoraði þá tvisvar fyrir Fulham.

Hann á fjóra landsleiki að baki með ítalska landsliðinu en síðast lék hann í vináttuleik gegn Þýskalandi í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert