Agüero kærður fyrir olnbogaskotið

Aguero (t.v) eftir olnbogaskotið á Reid (liggjandi).
Aguero (t.v) eftir olnbogaskotið á Reid (liggjandi). AFP

Sergio Agüero, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir olnbogaskot sem hann gaf Winston Reid, leikmanni West Ham, þegar liðin mættust í þriðju umferð deildarinnar.

Agüero á yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann fyrir höggið.

Fari svo að Agüero verði dæmdur í bann missir hann af stórleik Manchester United og Manchester City í deildinni 10. september.

Einnig mun hann missa af leik gegn Bournemouth 17. september og leik Manchester City og Swansea í þriðju umferð enska deildabikarsins.

Andre Marriner dæmdi leikinn en sá ekki atvikið. Agüero og City hafa frest til morguns til að ákveða hvort dómnum verður áfrýjað. Slíkar áfrýjanir hafa þó sjaldnast skilað árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert