Hart fer til Torino

Joe Hart með treyju Torino.
Joe Hart með treyju Torino. AFP

Joe Hart, landsliðsmarkvörður Englendinga, hefur samþykkt að fara til ítalska liðsins Torino að láni frá Manchester City út leiktíðina.

Gengið verður frá félagaskiptunum á morgun, en Hart var búinn að missa sæti sitt í liði Manchester City með tilkomu Pep Guardiola í stjórastólinn.

Hart, sem er 29 ára gamall, samdi við Manchester City árið 2006 en lék síðan sem lánsmaður með Tranmere, Blackpool og Birmingham áður en hann tók við stöðu aðalmarkvarðar hjá City sem hann hefur gegnt undanfarin ár.

Hart hefur verið aðalmarkvörður enska landsliðsins síðustu ár og hefur leikið 53 landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert