Adebayor gæti orðið samherji Ragnars

Adebayor í leik með Crystal Palace á síðustu leiktíð.
Adebayor í leik með Crystal Palace á síðustu leiktíð. AFP

Enska B-deildarliðið Fulham er að reyna að krækja í sóknarmanninn Emmanuel Adebayor, samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Hinn 32 ára gamli sóknarmaður er án liðs en hann var á mála hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð. Auk þess hefur hann leikið með ensku liðunum, Arsenal, Manchester City og Tottenham, frönsku liðunum Monaco og Metz og spænska liðinu Real Madrid.

Þrátt fyrir að í dag sé lokadagur félagaskiptagluggans er ekki þar með sagt að Fulham verði að ganga frá samningum við Adebayor í dag, vegna þess að hann hefur verið án liðs í sumar.

Íslenski varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson gekk til liðs við Fulham í síðustu viku en hann og Adebayor gætu því orðið samherjar áður en langt um líður.

Fulham hefur farið vel af stað í B-deildinni en liðið er í öðru sæti með 11 stig.

Ragnar Sigurðsson er nýgenginn í raðir Fulham.
Ragnar Sigurðsson er nýgenginn í raðir Fulham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert