Tottenham slær 78 ára gamalt met

Wembley, þjóðarleikvangur Englendinga.
Wembley, þjóðarleikvangur Englendinga. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur sett nýtt félagsmet yfir fjölda seldra miða á stakan leik liðsins.

Tottenham hefur selt yfir 80 þúsund miða á fyrsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í vetur, sem er gegn Mónakó á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Gamla metið er ansi lífsseigt eða frá árinu 1938, þegar 75.038 áhorfendur sáu viðureign Tottenham og Sunderland.

Tottenham er með nýjan leikvang í byggingu sem mun taka við af White Hart Lane. Kostnaðurinn við það er um 400 milljónir punda, rúmlega 61 milljarður íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert