„Ég hef engan áhuga á að vera með yfirlýsingar“

JürgenKlopp var ánægður í dag.
JürgenKlopp var ánægður í dag. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var að vonum afar ánægður með sigur sinna manna á Hull í ensku úrvalsdeildinni, 4:1. 

Þetta var heimsklassa frammistaða í pressu. Við gáfum Hull ekki möguleika á að fá sjálfstraust. Þetta var frábær leikur,” sagði Jürgen Klopp og sagðist ekki ætla að hafa áhyggjur af því að Liverpool hafi ekki skorað meira en fjögur mörk.

„Ég var svolítið reiður að hafa fengið á okkr mark. Það væri fínt að halda hreinu einu sinni á þessari leiktíð!,” sagði Klopp en Liverpool hefur ekki náð að halda hreinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. 

Klopp vildi þó spara allar yfirlýsingar þrátt fyrir góða stigasöfnum og spilamennsku Liverpool að undanförnu en liðið er í 4. sæti með 13 stig. 

„Ég hef engan áhuga á yfirlýsingum, bara að safna  stigum,” sagði Klopp.

Aðspurður um frammistöðu Adams Lallana, sem var einkar góð í dag, sagðist Klopp þó ekki vilja tala of mikið um einstaka leikmenn.

„Adam er frábær leikmaður og atvinnumaður og ég þarf ekki að sýna honum hvernig eigi að spila fótbolta. Hann hefur hæfleika. Ég vil ekki tala of mikið um einn leikmann en Adam er góður fótboltamaður. Hann pressar vel og elskar það. Hann gerir það vegna þess að það er mikilvægt fyri rokkr. If hann er að hlaupa þá verðum við að elta hann. Voanndi getum við gert þetta oftar, “sagði Jürgen Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert