Við verðum að standa saman

Ivanovic dæsir í leiknum í gær.
Ivanovic dæsir í leiknum í gær. AFP

„Við höfðum ekki trú á því sem við vorum að gera í byrjun og okkur var refsað,“ sagði Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, eftir 3:0-tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Alexis Sánchez, Theo Walcott og Mesut Özil skoruðu mörk Arsenal á fyrstu 40 mínútum leiksins en Chelsea sá aldrei til sólar.

„Við gerðum ekki það sem stjórinn bað okkur um að gera. Við verðum að vera heiðarlegir við sjálfa okkur og koma einbeittari til leiks,“ bætti Ivanovic við, en Chelsea hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð.

„Ég veit að þetta eru vonbrigði en allir í liðinu róa í sömu átt. Við verðum að standa saman og trúa á það sem við erum að gera. Ég er viss um að við komum sterkari út úr þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert