Vardy á leið í leikbann?

Jamie Vardy, framherji Leicester City, í leik liðsins gegn Burnley …
Jamie Vardy, framherji Leicester City, í leik liðsins gegn Burnley fyrr í vetur. AFP

Jamie Vardy, framherji Leicester City, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar liðið fékk slæman skell gegn Manchester United á laugardaginn var. Vardy lét pirringinn bitna á Mike Dean, dómara leiksins, en enski framherjinn lét óviðurkvæmileg orð falla í garð Dean í leiknum.

„Þú ert feit og sköllótt kunta," sagði Vardy við Dean eftir að hafa verið dæmdur brotlegur. Vardy var ekki refsað fyrir ummælin á meðan á leiknum stóð, en ummælin náðust á myndband og mögulegt að enska knattspyrnusambandið muni refsa Vardy fyrir dónaskapinn.   

Vardy sem varð næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á síðustu leiktíð með 24 mörk þegar Leicester City varð Englandsmeistari hefur skorað tvö mörk fyrir liðið í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Leicester City er eins og sakir standa í 12. sæti deildarinnar með sjö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert