Allardyce gæti verið kærður

Sam Allardyce, fráfarandi knattspyrnustjóri enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, svara spurningum …
Sam Allardyce, fráfarandi knattspyrnustjóri enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, svara spurningum fjölmiðlamanna fyrir utan heimili sitt í Bolton í dag. AFP

Enska knattspyrnusambandið mun fara yfir það á næstu dögum hvort tilefni sé til þess að kæra Sam Allardyce, fráfarandi knattspyrnustjóra enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir meint brot sín á reglum enska knattspyrnusambandsins um eignarhald þriðja aðila á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

„Ég er ekki viss um hvort Sam Allardyce hafi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins með gjörðum sínum. Við munum fara yfir gögn málsins á næstu dögum og fara yfir það hvort tilefni sér til kæru í málinu,“ sagði Greg Clarke, stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, í samtali við Skysports í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert