Átta stjórar liggja undir grun

Sam Allardyce með snjallsímann sinn á æfingu enska landsliðsins.
Sam Allardyce með snjallsímann sinn á æfingu enska landsliðsins. AFP

Átta núverandi og fyrrverandi knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu liggja undir grun að hafa tekið við greiðslum og stungið þeim í eigin vasa þegar þeir hafa selt leikmenn til annarra liða.

Enska blaðið Daily Telegraph er með gögn undir höndum sem sanna það en blaðið hefur undanfarna mánuði verið að rannsaka spillingu í ensku knattspyrnunni. Blaðið fletti ofan af spillingarmálum landsliðsþjálfaranum Sam Allardyce sem gær var svo rekinn úr starfi með skít og skömm.

Telegraph hefur ekki nafngreint hvaða átta knattspyrnustjórar þetta eru sem þegið hafa greiðslurnar en á næstu dögum mun blaðið birta fleiri fréttir eftir rannsóknarvinnu sína síðustu mánuðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert