Mourinho finnur til með Allardyce

Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, yfirgefur heimili …
Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, yfirgefur heimili sitt í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann muni ekki líta Sam Allardyce öðrum augum þrátt fyrir að hann hafi hrökklast úr starfi sem þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu vegna vafasamra aðgerða sinna.

Eins og kunnugt er var það sameiginleg ákvörðun enska knattspyrnusambandsins og Allardyce að hann léti af störfum sem þjálfari enska liðsins eftir að Daily Telegraph birti myndskeið þar sem Allardyce bauðst til þess að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins um eignarhald þriðja aðila á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. 

„Eina sem ég vil segja um málið er að ég kann vel við Sam. Ég finn til með honum þar sem ég veit að hann er að hætta í draumastarfinu sínu. Það sem gerðist mun engu breyta varðandi þau góðu samskipti sem við höfum átt í gegnum tíðina. Þetta er mál sem hann og enska knattspyrnusambandið hafa leyst og kemur mér ekki við,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert