Tekur Wenger við enska liðinu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er einn þeirra sem koma til …
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er einn þeirra sem koma til greina sem knattspyrnustjóri enska karlalandsliðsins í knattspyrnu. AFP

Enskir fjölmiðlar eru farnir að spyrða hina og þessa knattspyrnustjóra við starf knattspyrnustjóra enska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir að Sam Allardyce hætti störfum eftir 67 daga í starfi.

Eitt þeirra nafna sem gjarnan er nefnt til sögunnar í enskum fjölmiðlum í dag er Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Enska knattspyrnusambandið þyrfti að bíða til næsta vors með að ráða framtíðarþjálfara enska liðsins þeir hafa áhuga á að ráða Wenger í starfið, en afar ólíklegt er að hann myndi hætta störfum hjá Arsenal á miðri leiktíð til þess að taka við enska liðinu.  

„Arsene Wenger er í miklum metum hjá mér. Ef enska knattspyrnusambandið gæti tryggt sér starfskrafta hans þá það frábær ráðning,“ sagði Greg Dyke, fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins, í samtali við BBC í dag. 

Phil McNulty, ritstjóri fótboltafrétta hjá BBC, telur að besta lausnin í þeirri stöðu sem upp sé komin sé að Gareth Southgate stýri liðinu fram á vor og Wenger taki síðan við starfinu til frambúðar. 

Wenger hefur mikla reynslu og nútímalega sýn

„Wenger er 66 ára gamall og hefur mikla reynslu af alþjóðlegum fótbolta. Aldur hans og fyrri störf gera það að verkum að hann sé rétti maðurinn í starfið. Þeir aðilar innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem telja að enskur knattspyrnustjóri ætti að fá starfið ættu að líta til þess að hann hefur stýrt Arsenal í 20 ár í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og þekkir því enskan fótbolta afar vel,“ segir McNulty til rökstuðnings þess að Wenger enska knattspyrnusambandið ætti að leita til Wenger.  

Wenger hefur stýrt Arsenal í 758 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, haft betur í 438 af leik, tapað 132 og hefur því 57,8% sigurhlutfall í deildinni. Þá hefur hann borið sigurorð í 67 af þeim 102 leikjum sem hann hefur stýrt Arsenal í ensku bikarkeppninni og hefur því 65,7% sigurhlutfall þar. Samtals hefur Wenger stýrt Arsenal í 1128 leikjum og sigrað í 648 leikjum, gert 264 jafntefli og lotið lægra haldi 219 sinnum. Sigurhlutfallið er samanlagt 57,3% sem er býsna gott,“ segir McNulty enn fremur Wenger til ágætis.  

„Wenger hefur þrisvar sinnum orðið enskur meistari og sex sinnum orðið borið sigur úr býtum í ensku bikarkeppninni. Wenger hefur nútímalega sýn á fótbolta og á sama tíma og hann heldur fast í sín gildi hvað varðar leikstíl þá er hann sífellt að bæta við sig þekkingu. Arsenal skorað 2084 mörk og fengið á sig 1097 mörk sem sýnir að hann vill spila hraðan og skemmtilegan sóknarfótbolta,“ segir McNulty um þau einkenni sem Wenger hefur sem knattspyrnustjóri. 

„Hugmyndafræðin sem Wenger aðhyllist er keimlík þeirri sem Dan Ashworth, yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnusambandinu, hefur innleitt hjá ensku landsliðunum. Hansworth hefur búið til hugmyndafræði sem aðallið enska landsliðsins og öll yngri landslið Englands eiga að spila eftir. Wenger og Answorth ættu að geta unnið vel saman þar sem þeir eru í flestum atriðum sammála um hvernig eigi að spila fótbolta,“ segir McNulty um þá hugmyndafræði sem Wenger vinnur eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert