Celtic yrði í einu af topp fjórum

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri skoska meistaraliðsins Celtic, sem gerði 3:3 jafntefli við Manchester City í gær í Meistaradeild Evrópu, telur að liðið myndi hafa burði til þess að enda í einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni ef það spilaði í deildinni.

Rodgers talaði við blaðamenn eftir leikinn magnaða í gær og sagði skoska félagið vera ógn við hvaða lið sem er í ensku úrvaldeildinni.

„Við (Celtic) höfum söguna, erum risastór klúbbur, með marga stuðningsmenn, lið, völl. Það er yrði ógnvekjandi og spennandi mál ef það myndi gerast en fyrir aðra yrði því erfitt að taka,“ sagði Rodgers um möguleika Celtic á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Rodgers sagði enn fremur að flest félög myndu líklega ekki vera áhugasöm um að fá skoska liðið inn í deildina enda væri liðið það gott.

„Ef Celtic væri að spila á Englandi þá er það ekkert launungamál að félagið er á meðal fjögurra til sex stærstu félaga þar,“ sagði Rodgers en ekki er langt síðan að samtök ensku deildarkeppninnar (e. English Football League) fyrir þann möguleika á að félög utan landssteinanna gætu spilað í þeirri keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert