Vildi fá Pogba til Chelsea

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United vildi fá franska miðjumaninn Paul Pogba, sem nú leikur undir stjórn hans hjá United, til sín þegar hann var stjóri Chelsea á síðustu leiktíð. Þetta segir umboðsmaður Pogba, hinn málglaði Mino Raiola. 

Raiola segir þó að það hafi ekki gengið upp þar sem hann sjálfur var búinn að gera samning við Juventus.

Hinn 23 ára gamli Pogba gekk eins og frægt er orðið í raðir United á 89 milljónir punda, sem er metfé.

„Paul hefði getað farið (frá Juventus) á síðasta vegn vegna þess að Mourinho, sem var þá hjá Chelsea, vildi virkilega fá hann. En ég var búinn að gera samkomulag við Juventus: að vinna deildina og Meistaradeildina, svo mætti hann fara,“ sagði Raiola í frétt Sky Sports.

Juventus fell hins vegar úr leik gegn Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en hann á móti deildina í fimmta skiptið í röð. Það virðist hafa nægt auk 89 milljónanna.

Paul Pogba verður væntanlega í eldlínunni með United á Old Trafford gegn Zorya frá Úkraínu.

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert