Belgískt þema á Goodison Park

Everton og Crystal Palace gerðu 1:1 jafntefli þegar liðin mættust í fyrsta leik sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Goodison Park í kvöld. Það voru belgísku framherjarnir Romelu Lukaku og Christian Benteke sem skoruðu mörk liðanna í kvöld.

Romelu Lukaku kom Everton yfir með skoti beint úr aukaspyrnu á 35. mínútu leiksins. Lukaku hefur nú skorað 65 mörk í ensku úrvalsdeildinni, en þetta var fyrsta mark hans í deildinni með skoti beint úr aukaspyrnu. 

Chrisitan Benteke jafnaði síðan metin fyrir Crystal Palace með góðum skalla. Benteke hefur skorað 19 af 54 mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni með skalla. Benteke og Oliver Giroud, leikmaður Arsenal, tróna á toppi listans yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk með skalla í sögu deildarinnar.

Ronald Koeman hefur farið vel af stað á sínu fyrsta keppnistímabili sem knattspyrnustjóri Everton, en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir þetta jafntefli. Crystal Palace hefur einnig hafið leiktíðina vel, en liðið er með 11 stig í sjöunda sæti deildarinnar.  

90. Leik lokið með 1:1 jafntefli. 

90. Skipting hjá Crystal Palace. Andros Townsend fer af velli og Chung-Yong Lee kemur inná. 

90. Tom Cleverley, leikmaður Everton, er áminntur með gulu spjaldi. 

89. Yannick Bolasie, leikmaður Everton, er áminntur með gulu spjaldi. 

81. Skipting hjá Everton. Bryan Oviedo fer af velli og Ramiro Funes Mori kemur inná. 

78. Idrissa Gana Gueye, leikmaður Everton, er áminntur með gulu spjaldi. 

78. Skipting hjá Crystal Palace. James McArthur fer af velli og Yohan Cabaye kemur inná. 

77. Skipting hjá Everton. Ross Barkley fer af velli og Kevin Mirallas kemur inná. 

76. James Tomkins, leikmaður Crystal Palace, með skot í fínu færi, en Maarten Stekelenburg, markvörður Everton, ver nokkuð örugglega.  

68. Gareth Barry, leikmaður Everton, er áminntur með gulu spjaldi. 

67. Andros Townsend, leikmaður Crystal Palace, er áminntur með gulu spjaldi. 

65. Benteke hefur skorað 19 af 54 mörkum sínum í ensku úvalsdeildinni með skalla, en hann og Oliver Giroud, framherji Arsenal, tróna á toppi þess lista leikmanna sem hafa skorað flest mörk með skalla í deildnini. 

57. Damien Delaney, leikmaður Crystal Palace, boltanum í netið, en JamesMcArthur samherjui hans er dæmdur rangstæður og markið gildir því ekki. 

53. Christian Benteke, leikmaður Crystal Palace, er áminntur með gulu spjaldi fyrir mótmæli. 

50. MAAARK. Everton - Crystal Palace, 1:1. Christian Benteke jafnar metin fyrir Crystal Palace. Benteke stekkur manna hæst í vítateig Everton og stangar boltann í netið. Glæsilegur skalli hjá Benteke eftir góða fyrirgjöf frá hægri. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Goodison Park. 

45. Hálfleikur á Goodison Park. Heimamenn, Everton, eru 1:0, en það er mark Romelu Lukaku sem skilur liðin að. Lukaku skoraði með skoti beint úr aukaspysnu, en þetta var 65. mark belgíska framherjans í ensku úrvalsdeildinni og fyrsta deildarmark hans með skoti beint úr aukaspyrnu. 

45. James Tomkins, leikmaður Crystal Palace, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

35. MAAARK. Everton - Crystal Palace, 1:0. Romelu Lukaku kemur Everton yfir, en ég var að enda við að segja að hann væri líklegur til þess að skora fyrsta mark leiksins. Lukaku skorar með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lukaku skýtur boltanum yfir varnarvegg Crystal Palace og lítið sem Steve Mandanda, markvörður Crystal Palace gat gert í þessu. 

34. Eins og við mátti búast hefur Romelu Lukaku, framherji Everton, verið líklegastur til þess að brjóta ísinn í leiknum.  

27. Jason Puncheon, leikmaður Crystal Palace, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

17. Bryan Oviedo, leikmaður Everton, er áminntur með gulu spjaldi fyrir brot. 

5. Gareth Southgate, nýráðinn þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnnu, er á vellinum til þess að fylgjast með þeim ensku leikmönnum sem taka þátt í leiknum. Þá er Roy Keana, aðstoðarþjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu, einnig staddur á vellinum að fylgjast með sínum mönnum. 

1. Leikurinn er hafinn á Goodison Park. 

0. Everton er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig á meðan Crystal Palace hefur 10 stig í sjöunda sæti deildarinnar. 

Byrjunarlið Everton: Stekelenburg - Coleman, Jagielka, Ashley Williams, Oviedo, Cleverley, Barry, Gana, Bolasie, Lukaku, Barkley. 

Byrjunarlið Crystal Palace: Mandanda - Ward, Tomkins, Delaney, Kelly, McArthur, Ledley, Townsend, Puncheon, Zaha, Christian Benteke.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert