Pochettino einn sá besti í heimi

Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino tók við Tottenham sumarið 2014.
Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino tók við Tottenham sumarið 2014. AFP

Tottenham og Manchester City eigast við í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn kl. 13.15. Pep Guardiola, stjóri City, ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Tottenham, Mauricio Pochettino.

„Við kepptum á móti hvor öðrum sem leikmenn og svo sem þjálfarar. Ég tel hann ekki aðeins vera einn besta knattspyrnustjóri Englands, hann er einn sá besti í heiminum,“ sagði Guardiola við fréttamenn í dag.

„Ég nýt þess að horfa á Tottenham spila. Hann hefur verið að gera stórkostlega hluti síðan á síðasta ári. Ég kann að meta hvernig þeir spila, hann er „árásargjarn“ og með marga gæðaleikmenn sem og grunninn úr enska landsliðinu – Dier, Alli, Kane,“ sagði Guardiola.

„Þeir hafa verið að spila mjög vel og eru í 2. sæti svo þetta verður erfiður leikur. Ég hlakka til þess að koma á White Hart Lane í fyrsta sinn á ævinni,“ bætti Spánverjinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert