Pogba með tvö í öruggum sigri United

Anthony Martial og Paul Pogba voru báðir á skotskónum í …
Anthony Martial og Paul Pogba voru báðir á skotskónum í kvöld. AFP

Manchester United vann öruggan sigur á Fenerbahce frá Tyrklandi í A-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld, 4:1. Paul Pogba skoraði tvö markanna, þar af eitt úr vítaspyrnu.

Hinn leikurinn í A-riðli í kvöld var á milli Feyenoord og Zorya Lugansk og vann Feyenoord 1:0. Staðan eftir þrjár umferðir af sex er því þessi: Man. Utd 6, Feyenoord 6, Fenerbahce 4, Zorya Lugansk 1.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Man. Utd - Fenerbahce, 4:1
(Paul Pogba 32. (víti), 45. Anthony Martial 34. (víti), Jesse Lingard 48. - Robein van Persie 84.)

90. Leik lokið. United fer með öruggan sigur af hólmi. Feyenoord vann Zorya Lugansk 1:0 í hinum leik riðilsins.

84. MARK! Gestirnir minnka muninn og hver annar en Robin van Persie? Hollendingurinn skoraði af stuttu færi eftir undirbúning varamannsins Emenike, og var honum vel fagnað af áhorfendum á Old Trafford.

78. FÆRI. Juan Mata komst í ágætt færi, einn gegn markverði, eftir sendingu frá Memphis Depay, en skot hans var varið.

69. Ismail Köybasi kominn inná fyrir Volkan Cen hjá gestunum.

66. Jesse Lingard er farinn af velli en Memphis Depay kom inná í hans stað.

48. MARK! Jesse Lingard skoraði með frábæru skoti utan teigs eftir stutta sendingu frá Pogba.

46. Seinni hálfleikur hafinn. Marcos Rojo kemur inn á fyrir Chris Smalling hjá United og Emmanuel Emenike fyrir Simon Kjær hjá gestunum sem virðast því ætla að blása til sóknar.

45. HÁLFLEIKUR. United-menn heldur betur í góðum málum.

45. MARK! Rétt áður en flautað var til hálfleiks komst Wayne Rooney inn í sendingu Simon Kjær. Rooney sendi á Jesse Lingard sem lagði boltann út á Paul Pogba, og Frakkinn setti boltann efst í vinstra hornið með frábæru innanfótarskoti.

37. FÆRI! Fenerbahce nálægt því að minnka muninn. Hinn brasilíski Souza lék á Eric Bailly í teignum og átti skot af stuttu færi sem David de Gea náði að verja í horn.

34. MARK! Anthony Martial fór sjálfur á vítapunktinn, eftir að hafa náð í vítið, og skoraði neðst í vinstra hornið.

33. VÍTI! Þetta er ótrúlegt! Önnur vítaspyrna. Sener Özbaryakli fór aftan í Anthony Martial í skotfæri í teignum, eftir sendingu frá Juan Mata.

32. MARK! Paul Pogba fór á vítapunktinn, tók sér góðan tíma í aðhlaupið en skoraði svo af miklu öryggi í vinstra hornið.

31. VÍTI! Juan Mata fékk frábæra sendingu frá Michael Carrick og skýldi boltanum vel frá Simon Kjær sem braut á honum. Vítaspyrna.

20. Staðan er markalaus eftir fyrstu 20 mínúturnar og liðin hafa svo sem ekki verið að skapa sér nein færi, alla vega hingað til.

1. LEIKUR HAFINN!

0. Það eru sjö breytingar á byrjunarliði United frá jafnteflinu við Liverpool á mánudag. De Gea, Smalling, Bailly og Pogba eru þeir einu sem halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

0. Byrjunarliðin eru klár og hægt að sjá þau hér að neðan. Robin van Persie er í byrjunarliði gestanna á sínum gamla heimavelli. United-liðið er mikið breytt frá jafnteflinu við Liverpool á mánudag.

Man. UtdDe Gea, Darmian, Smalling, Bailly, Shaw, Carrick, Pogba, Mata, Rooney, Lingard, Martial.
Varamenn: Romero, Fosu-Mensah, Rojo, Fellaini, Memphis, Ibrahimovic, Rashford.

FenerbahceDemirel, Sener, Skrtel, Kjaer, Kaldirim, Souza, Topal, Neustadter, Potuk, Volkan, Van Persie.
Varamenn: Köybasi, Civelek, Emenike, Fabiano, Koca, Stoch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert