Guardiola gagnrýnir fjölmiðla

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gefur lítið fyrir þær sögusagnir að Sergio Agüero og Vincent Kompany séu á leið frá félaginu. Eins og greint var frá hér á mbl.is fyrr í dag eru uppi sögur um að köldu andi á milli Guardiola og Agüero en hvorugur var í byrjunarliðinu í Meistaradeildinni gegn Barcelona í vikunni.

Sjá frétt mbl.is: Andar köldu á milli Agüero og Guardiola?

„Þeir eiga framtíð hjá Manchester City. Kompany var ekki heill en með Agüero var ákvörðunin frekar taktísk. Ég vildi hafa fleiri miðjumenn gegn Barcelona til að halda boltanum betur, því þegar þú ert með boltann þá þýðir það að Lionel Messi, Neymer og Luis Suárez eru ekki með hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag og skaut á fjölmiðla.

„Næst þegar þið ákveðið að Agüero eigi ekki framtíð í mínu liði þá getið þið bara hringt í mig og athugað málið. Ég kann mjög að meta hann sem knattspyrnumann og sem manneskju. Þegar hann fer frá City þá verður það hans eigin ákvörðun. Ég mun ekki hrekja hann burt,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert