Skikkaður á námskeið vegna kvenfyrirlitningar

Alan McCormack.
Alan McCormack.

Alan McCormack, leikmaður Brentford í ensku B-deildinni í knattspyrnu, var í dag dæmdur í fimm leikja bann og gert að greiða sex þúsund pund í sekt eftir að hafa verið uppvís að kvenfyrirlitningu í garð kvenkyns aðstoðardómara í leik á dögunum.

Umræddur leikur var gegn Cardiff, liði Arons Einars Gunnarssonar, og vann Brentford leikinn 2:1. Aðrir einstaklingar á vellinum heyrðu ummæli McCormack í garð Lisu Rashid, sem var aðstoðardómari á leiknum, og kvörtuðu til enska knattspyrnusambandsins.

Fyrir utan fimm leikja bann og sektina hefur McCormack verið skikkaður á námskeið um réttindi kynjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert