Liverpool og Arsenal jöfn á toppnum

Philippe Coutinho átti frábæran leik í dag.
Philippe Coutinho átti frábæran leik í dag. AFP

Liverpool jafnaði í dag Arsenal að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2:1 sigur á WBA í lokaleik dagsins. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Liverpool komst í 2:0 með mörkum frá Sadio Mané í fyrri hálfleik og Philippe Coutinho.

Mané kom Liverpool yfir á 21. mínútu eftir undirbúining frá Roberto Firmino.

Philippe Coutinho skoraði síðan á 36. mínútu frábært mark eftir einstaklingsframtak þar sem hann lék varnarmenn WBA grátt í teignum áður en hann þrumaði á nærhornið af stuttu færi.

Liverpool var sterkari aðilinn í leiknum og hefði vel getað bætt við öðru marki en það var WBA sem skoraði eina markið í seinni hálfleiknum. Var þar Gareth McAuley að verki eftir fast leikatriði gestanna. Lengra komust þeir þó ekki og 2:1 lokatölur á Anfield.

Liverpool hefur þar með 20 stig, jafn mörg og Arsenal í 1. sætinu en Arsenal hefur marki betur í markatölu og heldur því toppsætinu þrátt fyrir 0:0 jafnteflið í dag við Middlesbrough.

Manchester City getur skotist í toppsætið á morgun sigri liðið Southampton á heimavelli sínum í Manchesterborg. Liðið hefur 19 stig og leiki leik minna.

90. Leik lokið! Liverpool jafnar Arsenal að stigum.

90. Wijnaldum með hörkuskot rétt framhjá.

83. Roberto Firmino í dauðafæri en lætur veja frá sér af stuttu færi.

82. MARK! WBA að minnka muninn eftir hornspyrnu. Staðan er 2:1 og þessum leik er hvergi nærri lokið! Gareth McAuley með markið.

62. Liverpoolmenn leika við hvurn sinn fingur og sækja þungt á gestina. Líklegri til að skora þriðja markið heldur en WBA að skora. Anfield lætur heyra vel í sér - stuðningsmennirnir vita sem er að Liverpool fer á toppinn ef þetta verða lokatölur.

58. Dejan Lovren með frábæran skalla eftir aukaspyrnu frá Coutinho. Frábær markvarsla hjá Ben Foster hins vegar bjargar WBA. 

46. Síðari hálfleikur hafinn!

45. Kominn hálfleikur!

35. MARK! Frábært mark hjá Coutinho. Staðan er 2:0. Coutinho leikur á tvo varnarmenn WBA með einni gabbhreyfingu inni í teig, setur boltann á hægri fótinn og þrumar á nærhornið. 

32. Leikurinn hefur róast nokkuð. Nú þarf Tony Pulis að láta sína menn sækja. Eitthvað sem hann vildi kannski ekki endilega gera fyrir leik.

20. MARK! Sadio Mané skorar eftir stoðsendingu frá Firmino. Milner hóf sóknina og sendi boltann á miðjuna þar sem Coutinho lét boltann fara skemmtilega fram hjá sér. Emre Can tók við knettinum, sendi hann á Firmino sem aftur átti hárnákvæma sendingu á Mané sem þrumaði knettinum í fyrsta í netið.

10. Lítið sem ekkert hefur gerst í þessum leik fyrstu 10 mínúturnar. Liverpool á eflaust eftir að halda boltanum mjög mikið í þessum leik en það er ekkert grín að brjóta vörn WBA á bak aftur. 

1. Leikurinn á Anfield er farinn af stað.

0. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. 

Liverpool: Karius, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Can, Henderson, Lallana, Mane, Firmino, Coutinho
Varamenn: Wijnaldum, Sturridge, Klavan, Moreno, Lucas, Mignolet, Origi

WBA: Foster, Dawson, McAuley, Olsson, Nyom, Fletcher, Yacob, Phillips, Chadli, McClean, Rondon
Varamenn: Robson-Kanu, Morrison, Gardner, Brunt, Myhill, Galloway, Leko

0. Byrjunarliðin birtast hér að ofan innan skamms en endurhlaða þarf síðuna svo hún uppfærist.

Sadio Mané fagnar marki sínu í kvöld.
Sadio Mané fagnar marki sínu í kvöld. AFP
Adam Lallana hefur verið góður með Liverpool á leiktíðinni.
Adam Lallana hefur verið góður með Liverpool á leiktíðinni. AFP
Joel Matip í baráttu við Matt Phillips, leikmann WBA.
Joel Matip í baráttu við Matt Phillips, leikmann WBA. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert