Snýr Gerrard heim?

Steven Gerrard í búningi Los Angeles Galaxy.
Steven Gerrard í búningi Los Angeles Galaxy. AFP

Steven Gerrard fyrrverandi fyrirliði Liverpool og leikmaður LA Galaxy í Bandaríkjunum gaf það sterklega til kynna í dag að ferill hans vestan hafs væri að leiðarlokum. 

Birti Gerrard í dag færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann sagði það hafa verið forréttindi að fá að spila fyrir Galaxy-liðið og að stuðningsmenn þess hafi látið honum líða eins og heima hjá sér.

LA Galaxy spilar lokaleik sinn í deildinni gegn Dallas á sunnudag en liðið er nú þegar komið í umspilið í MLS-deildinni og freistar þess að koma sér í undanúrslitin um meistaratitilinn á næstunni. 

Gerrard hefur skorað fimm mörk í 36 leikjum frá komu sinni til Kaliforníu en hann hefur ítrekað verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Hann æfði með liðinu undir stjórn Jürgens Klopp í nóvember og sást á Melwood æfingasvæði Liverpool í síðustu viku.

Spurður af stuðningsmönnum LA Galaxy í maí hvort hann vildi snúa aftur til Liverpool sagðist hann vona að það yrði „frekar fyrr en seinna.“ 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BL3gVCjjXy1/" target="_blank">Living in Los Angeles and playing for the great Galaxy supporters has been a privilege. You have made this place feel like home to me. This city and this club will always hold a special place in my heart. Thank you #8</a>

A photo posted by Steven Gerrard (@stevengerrard) on Oct 22, 2016 at 6:42am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert