„Þessi tvö mörk samt...

Sean Dyche gat verið ánægður með Jóa Berg og félaga …
Sean Dyche gat verið ánægður með Jóa Berg og félaga í dag. AFP

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson átti afar stóran þátt í báðum mörkum Burnley sem vann Everton 2:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Stjóri Jóhanns, Sean Dyche, var afar ánægður með mörkin og liðið.

Jóhann átti algjöra lykilsendingu í fyrra marki Burnley er Sam Vokes skoraði á 39. mínútu og kom liðinu yfir. Jóhann fékk langa sendingu, tók boltann á lofti og „hælaði“ hann á Vokes sem var þar kominn í lykilstöðu einn á einn gegn varnarmanni í slæmri stöðu sem hann fór auðveldlega framhjá og skoraði svo.

Jóhann var svo aftur á ferðinni á lokamínútu leiksins er hann þrumaði „dauðum“ bolta fyrir utan teig Everton í þverslána. Scott Arfield tók frákastið og skoraði sigurmarkið en áður hafði Yannick Bolasie skorað fyrir Everton.

„Við vitum að við þurfum að vinna fyrir öllu og mér fannst við gera það í dag. Þessi tvö mörk samt. Þetta voru algjör gæðamörk,“ sagði Dyce, ánægður með Jóa Berg og félaga.

„Þetta var góð frammistaða, hún var ósvikin. Við tókum það það góða frá leiknum gegn Southampton og mér fannst við byggja á því hér,“ sagði Dyche.

Jóhann Berg í búningi Burnley.
Jóhann Berg í búningi Burnley. Ljósmynd/twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert