City upp að hlið Arsenal og Liverpool

Nathan Redmond í þann mund að koma Southampton yfir án …
Nathan Redmond í þann mund að koma Southampton yfir án þess að Aleksandar Kolarov komi vörnum við. AFP

Manchester City gerði jafntefli við Southampton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1:1.

Nathan Redmond kom Southampton yfir í fyrri hálfleik eftir varnarmistök John Stones, en Kelechi Iheanacho, sem kom inná hjá City í hálfleik, jafnaði metin snemma í þeim síðari og þar við sat.

City fór á toppinn með sigrinum, en er með 20 stig eða jafn mörg og Arsenal og Liverpool. Southampton er í áttunda sætinu með þrettán stig.

90. Leik lokið.

70. Bæði lið eru að fá sín færi og ljóst að það er spennandi lokakafli framundan.

55. Mark! Staðan er 1:1. City hefur jafnað metin og það er varamaðurinn Kelechi Ihenacho sem skorar eftir sendingu Leroy Sane.

46. Síðari hálfleikur er hafinn. City gerir breytingu í hálfleik. Kevin De Bruyne er tekinn af velli en inn kemur Kelechi Iheanacho.

45. Hálfleikur.

35. Mark dæmt af City. John Stones hélt að hann hefði svarað fyrir mistökin áðan eftir að hafa komið boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

27. Mark! Staðan er 0:1. Gestirnir eru komnir yfir og það er Nathan Redmond sem skorar markið. John Stones með afleita sendingu sem Redmond kemst inn í og gerir allt rétt.

22. City er meira með boltann en hefur ekki tekist að skapa sér neitt að ráði. Sama má segja um Southampton.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Man City: Bravo; Stones, Kompany, Kolarov; Fernandinho; Sane, Gundogan, Silva, Sterling, De Bruyne; Aguero.

Southampton: Forster; Martina, Van Dijk, Fonte, McQueen; Clasie, Romeu; Davis, Tadić, Redmond; Austin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert