Fer Rooney til Kína?

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Ensku blöðin greina frá því að Wayne Rooney fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins sé hugsanlega á leið til Kína.

Sven-Göran Eriksson fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins er sagður vilja fá Rooney til Shanghai Dongya FC en þar er Svíinn við stjórnvölinn.

Rooney hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikurnar, bæði með Manchester United og enska landsliðinu. Hann hefur misst sæti sitt í byrjunarliðinu á báðum vígstöðvum og fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að hann verði ekki í leikmannahópi United þegar það sækir Chelsea heim. Hann er sagður glíma við meiðsli.

Breska blaðið Mirror segir að kínverska liðið sé reiðubúið að greiða Rooney 500 þúsund pund í vikulaun en sú upphæð jafngildir um 70 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert