Besti leikur minn

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Ljósmynd/twitter

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson átti stóran þátt í sigri nýliða Burnley þegar liðið lagði Everton að velli, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Jóhann Berg átti þátt í báðum mörkum Burnley í leiknum og sigurmarkið kom í blálokin eftir þrumuskot hans í þverslána. Þar munaði minnstu að Jóhann opnaði markareikning sinn í ensku úrvalsdeildinni, en Burnley sækir Manchester United heim á laugardaginn, liðið sem Jóhann Berg hefur haft sterkar taugar til frá því hann var lítill gutti.

„Þetta var ansi sætur sigur og gengi okkar á heimavelli hefur verið mjög gott á tímabilinu,“ sagði Jóhann Berg við Morgunblaðið í gær en eftir níu umferðir er Burnley í 14. sætinu með 10 stig.

„Everton-liðið er mjög gott og hefur marga góða einstaklinga og það var virkilega gott fyrir okkur að ná þremur stigum,“ sagði Jóhann Berg. Hann var mjög sáttur við eigin frammistöðu í leiknum.

Nánar er rætt við Jóhann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert