Sissoko kærður og fer í bann

Moussa Sissoko, til hægri, í leik með Tottenham.
Moussa Sissoko, til hægri, í leik með Tottenham. AFP

Moussa Sissoko, leikmanni Tottenham, var í dag afhent kæra frá enska knattspyrnusambandinu vegna atviks sem átti sér stað í markalausu jafntefli liðsins við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Sissoko er sakaður um að hafa gefið Harry Arter andstæðingi sínum olnbogaskot, en atvikið fór þó framhjá dómara leiksins. Það náðist hins vegar á myndbandsupptöku sem liggur fyrir kærunni.

Tottenham ákvað að áfrýja ekki ákærunni og því fer Sissoko samstundis í þriggja leikja bann. Hann mun missa af bikarleik gegn Liverpool í vikunni og deildarleikjum við Leicester og Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert