Í fyrsta sinn á ferlinum

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Margir vilja meina að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchcester City, sé einn besti þjálfari heims.

Í gærkvöld gerðist það í fyrsta sinn á farsælum þjálfaraferli Spánverjans að lið undir hans stjórn lék sjötta leikinn í röð án sigurs, en City varð að sætta sig við 1:0 tap á móti grönnum sínum í Manchester United í 16 liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Undir stjórn Guardiola vann Barcelona 14 stóra titla frá 2008 til 2012 og í þjálfaratíð hans hjá Bayern München frá 2013-16 vann liðið sjö titla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert