Enn eitt jafntefli United

Ander Herrera og Idrissa Gueye í baráttu um boltann.
Ander Herrera og Idrissa Gueye í baráttu um boltann. AFP

Everton og Manchester United gerðu 1:1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leighton Baines tryggði Everton stig með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu.

Zlatan Ibrahimovic kom United yfir með laglegu marki á 42. mínútu og United með eins marks forystu að loknum fyrri hálfleik.

Það leit allt út fyrir að lærisveinar José Mourinho myndu krækja í þrjú dýrmæt stig, þangað til Fellaini kom inn á sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir. Hann braut á Gueye tveimur mínútur eftir að hann kom inn á. 

Eins og áður sagði skoraði Baines úr vítaspyrnunni og tryggði Everton stig. United er eftir leikinn með 21 stig í 6. sæti deildarinnar. Everton er í 8. sæti með 20 stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu:

90. Leiknum er lokið með 1:1-jafntefli.

89. MARK!! Everton jafnar metin! Baines skorar af öryggi úr vítaspyrnunni. De Gea fer í rétt horn en það dugir ekki til.

87. Víti!! Everton fær víti en Fellaini brýtur á Gueye og víti er dæmt. 

85. Önnur skipting hjá United. Mkhitaryan fer af velli og Fellaini kemur inn á í hans stað. 

82. Skipting hjá Manchester United. Martial fer af velli og Rashford kemur inn á í hans stað.

81. Enner Valencia með ágætan skalla en de Gea er vel vakandi í marki United, eins og hann hefur verið í leiknum.

75. Gueye með þrumuskot sem David de Gea þarf að hafa sig allan við til að verja. Heimamenn að setja smá pressu á United.

67. Önnur skipting hjá Everton. Coleman fer meiddur af velli og Holgate kemur inn á.

65. Skipting hjá Everton. Cleverley fer af leikvelli og Deulofeu kemur inn á.

60. Sláin! Herrera með þrumuskot með vinstri í þverslána eftir sendingu Carrick frá hægri. United óheppnir og heimamenn heppnir!

53. Mirallas komst í gott færi en David de Gea ver mjög vel og bjargar gestunum.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

45. Fyrri hálfleik er lokið, staðan er 1:0 fyrir Manchester United.

42. MARK!! Zlatan er búinn að koma United yfir, staðan er 1:0 fyrir gestina. Hann fær langa sendingu inn fyrir vörn Everton. Stekelenburg kemur langt út úr markinu og Zlatan lyfir boltanum yfir markvörðinn. Boltinn fer í slána, stöngina og fer rétt inn fyrir marklínuna!

29. Enn er beðið eftir fyrsta færinu í Liverpool-borg. Eins og fyrr sagði eru gestirnir frá Manchester meira með boltann en það þó án þess að þeir hafi náð að skapa sér gott færi.

16. Rojo fær gult spjald en hefði líklega átt að fá rautt. Hann hendir sér í tveggja fóta tæklingu og er heppinn að fá aðeins gult spjald. Leikmenn Everton eru hundóánægðir og ræða málin við Michael Oliver, dómara leiksins.

8. Þetta fer býsna rólega af stað. Gestirnir meira með boltann en þeir hafa lítið ógnað.

1. Leikurinn er hafinn!

Byrjunarliðin má sjá hér að neðan:

Everton: Stekelenburg, Baines, Williams, Funes Mori, Coleman, Barry, Gueye, Cleverley, Bolasie, Mirallas, Lukaku.

Manchester United: De Gea, Darmian, Rojo, Jones, Valencia, Pogba, Carrick, Herrera, Mkhitaryan, Martial, Ibrahimovic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert