Lamela til Argentínu vegna bróður síns - Alderweireld með

Erik Lamela, kantmaður Tottenham, hefur átt við meiðsli að stríða.
Erik Lamela, kantmaður Tottenham, hefur átt við meiðsli að stríða. AFP

Mauricio Pochettino verður með belgíska miðvörðinn Toby Alderweireld í leikmannahópi Tottenham annað kvöld þegar liðið mætir CSKA Moskvu í lokaleik sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili.

Alderweireld hefur verið frá keppni síðan um miðjan október vegna hnémeiðsla. Annar varnarmaður, Ben Davies, er byrjaður að æfa að nýju eftir meiðsli en verður ekki með á morgun heldur sennilega um helgina.

Tottenham verður án Erik Lamela á morgun, en hann hefur reyndar verið frá keppni síðan í október vegna mjaðmarmeiðsla. Kantmaðurinn flaug heim til Argentínu vegna máls sem varðar bróður hans. „Við viljum senda fjölskyldu hans okkar bestu kveðjur og vonum að þetta sé ekki of alvarlegt, en þetta var mál sem krafðist þess að hann færi til fjölskyldunnar,“ sagði Pochettino.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert