Með stjörnur í augunum

Zlatan Ibrahimovic er magnaður.
Zlatan Ibrahimovic er magnaður. AFP

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hefur heillað marga knattspyrnuunnendur á ferli sínum en einn liðsfélagi hans hjá Manchester United virðist vera hans helsti aðdáandi.

Zlatan, sem er 35 ára gamall, varð samningslaus í sumar eftir að hafa spilað með franska stórveldinu Paris Saint-Germain síðustu ár, en hann gerði eins árs samning við Manchester United í sumar eftir að José Mourinho tók við keflinu.

Framherjinn öflugi er eitt stærsta nafnið í knattspyrnuheiminum í dag og hefur verið síðustu ár og kemur því ekki á óvart að margir ungir knattspyrnumenn líti upp til hans. Einn þeirra er liðsfélagi hans, Timothy Fosu-Mensah, en sá er fæddur árið 1998 og kom frá Ajax í Hollandi en Zlatan lék einmitt einnig með félaginu.

Eric Bailly, Memphis Depay og Paul Pogba eru allir miklir aðdáendur Zlatans en Fosu-Mensah er líklega stærsti aðdáandinn hans. Hann ræddi um það í viðtali við Manchester Evening News í ágúst að það væri draumur að æfa með Zlatan.

„Þetta er alger draumur fyrir stráka að fá að æfa með honum. Það er mjög sérstakt að æfa með honum og maður lærir mikið. Ég horfi svo á hann eftir æfingar og fylgist með því hvernig hann tekur aukaspyrnur og hvernig hann klárar færin,“ sagði Fosu-Mensah.

Hann hefur þó tekið þetta á næsta stig því það birtist mynd af honum á leið í ferðalag fyrir leikinn gegn Zorya í Evrópudeildinni en þar heldur hann á ævisögu Zlatans. Hægt er að sjá myndina hér fyrir neðan.

Timothy Fosu-Menash les ævisögu Zlatans.
Timothy Fosu-Menash les ævisögu Zlatans. Af netinu
Zlatan Ibrahimovic og Timothy Fosu-Mensah eru perluvinir.
Zlatan Ibrahimovic og Timothy Fosu-Mensah eru perluvinir. AFP
Félagarnir.
Félagarnir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert