„Özil er stjórinn minn“

Iwobi ásamt Mesut Özil í leiknum gegn Basel.
Iwobi ásamt Mesut Özil í leiknum gegn Basel. AFP

Alex Iwobi, leikmaður Arsenal á Englandi, segir samband sitt við Mesut Özil afar gott en þeir hafa átt gott tímabil með liðinu.

Nígeríski framherjinn skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark gegn Basel á þriðjudaginn en Özil lagði upp markið.

Iwobi hefur komið á óvart á leiktíðinni þrátt fyrir ungan aldur en hann segist þó þurfa að kalla þýska landsliðsmanninn undarlegu nafni.

„Þegar Özil leggur upp mark fyrir mig þá segir hann mér að kalla sig yfirmanninn sinn,“ sagði Iwobi við Guardian.

Hann ræddi einnig um samband sitt við aðra leikmenn í liðinu en hann og Alexis Sanchez ná mjög vel saman.

„Sanchez og Özil grínast mikið í mér á æfingasvæðinu. Þeir grínast í mér þegar ég klúðra færum en þeir hjálpa mér samt mjög mikið og á uppbyggjandi hátt,“ sagði hann í lokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert