Gylfi maður leiksins hjá BBC

Gylfi Þór Sigurðsson skorar af vítapunktinum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar af vítapunktinum í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins hjá BBC eftir frammistöðu sína í 3:0-sigri Swansea gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað, en hann hefur nú alls komið við sögu í síðustu átta mörkum liðsins – skorað fjögur og lagt upp fjögur.

„Ef Swansea heldur sæti sínu í deildinni verður það honum að þakka. Hann skoraði fyrsta og lagði upp annað markið og var hjartað í leik Swansea,“ segir í umsögn BBC um frammistöðu Gylfa.

Sjá frétt mbl.is: Gylfi með ótrúlega tölfræði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert