Wenger sendi blaðamönnum tóninn

Arsene Wenger var stuttur í spuna.
Arsene Wenger var stuttur í spuna. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki ánægður með blaðamenn þegar hann var þráspurður að því hvað framtíðin bæri í skauti sér hjá tveimur lykilmönnum liðsins.

Þeir Mesut Özil og Alexis Sánchez eiga eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið og Wenger var ekki í stuði til þess að svara spurningum um hvort þeir yrðu áfram.

„Það eru 18 mánuðir eftir af þeirra samningum, svo það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur núna. Þið þurfið greinilega að finna eitthvað frumlegra til þess að skrifa um,“ sagði Wenger önugur.

Hann var einnig spurður að þeim uppgangi sem er í knattspyrnunni í Kína þar sem félög þar í landi reyna að fá til sín stjörnur úr Evrópuboltanum.

„Ef fólk vill fara til Kína, þá fer það til Kína,“ svaraði Wenger stuttur í spuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert