„Gamla góða“ Leicester náði mögnuðu jafntefli

Joe Allen fagnar marki sínu fyrir Stoke City gegn Leicester …
Joe Allen fagnar marki sínu fyrir Stoke City gegn Leicester City í leik liðanna í dag. AFP

Það glitti í gamla góða Englandsmeistaraliðið Leicester í dag er liðið náði ótrúlegu 2:2 jafntefli gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni.

Er það ekki ótrúlegt nema fyrir þær sakir að liðið var 2:0 undir og manni færri fram á 78. mínútu, en Jamie Vardy, einn besti leikmaður liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu. 

Stoke gekk á lagið og Bojan Krkic kom liðinu í 1:0 úr vítaspyrnu á 39. mínútu. 

Joe Allen, Walesverjinn kom liðinu í 2:0 rétt fyrir hálfleik og staðan svört fyrir meistarana.

Jose Leonardo Ulloa minnkaði muninn fyrir Leicester á 74. mínútu þar sem marklínutæknin hjálpaði til við að úrskurða um markið og það var síðan Daniel Amartey sem jafnaði metin á 88. mínútu leiksins, 2:2.

Úrslit dagsins:

Stoke City - Leicester City, 2:2
Bojan Krkic (víti) 39., Joe Allen 45.; Leonardo Ulloa 74., Daniel Amartey 87.
Sunderland - Watford, 1:0
Patrick van Aanholt  51.
West Ham United - Hull City, 1:0
Mark Noble 76.

90. Leikjunum er lokið!

87. MAARK! Gamla góða Leicester-liðið mætt á ný? Eru manni færri, án Jamie Vardy, en ná að jafna metin! Daniel Amartey, skorar frábært mark með skalla, stekkur manna hæst og stangar knöttinn í netið. 

76. Mark Noble að koma West Ham yfir. Staðan þar 1:0 gegn Hull.

74. Leonardo Ulloa minnkar muninn fyrir meistarana. Marklínutæknin kom að góðum notum þarna. 

51. MAAARK! Patrick van Aanholt kemur Sunderland yfir gegn Watford. Liðið fer upp fyrir Swansea verði þetta lokastaðan í leikjum dagsins í dag.

46. Síðari hálfleikur hafinn. 

45. Hálfleikur i leikjum dagsins. 

45. MAAARK. Stoke City - Leicester City, 2:0. Joe Allen tvöfaldar forystu Stoke City þegar hann fylgir eftir skoti Giannelli Imbula og kemur boltanum í netið.  

39. MAAARK. Stoke City - Leicester City, 1:0. Bojan Krkic kemur Stoke City yfir með marki úr vítaspyrni. Krkic vippar boltanum snyrtilega í mitt mark Leicester City. 

29. Jamie Vardy, leikmanni Leicester City, er vísað af velli með rauðu spjaldi fyrir ruddalega tæklingu á Mame Biram Diouf

Byrjunarlið Leicester City: Schmeichel - Simpson, Morgan, Huth, Fuchs - Amartey, King, Albrighton - Slimani, Vardy, Mahrez,.

Byrjunarlið Stoke City:  Grant - Johnson, Shawcross, Martins Indi, Pieters - Imbula, Whelan, Allen - Diouf, Krkic, Walters.

Byrjunarlið Sunderland: Pickford - Love, Van Aanholt, Djilobodji, Kone - Denayer, Ndong, Borini, Januzaj, Anichebe - Defoe.

Byrjunarlið Watford: Gomes - Kaboul, Prodl, Britos - Holebas, Amrabat, Behrami, Capoue, Zuniga - Deeney, Ighalo.

Byrjunarlið Hull City:  Marshall - Maguire, Dawson, Davies, Elmohamady - Livermore, Huddlestone, Clucas - Robertson, Mbokani, Snodgrass.

Byrjunarlið West Ham United: Randolph - Kouyate, Reid, Ogbonna- Antonio, Noble, Obiang, Cresswell - Lanzini, Carroll, Payet. 

Daniel Amartey fagnar jöfnunarmarki Leicester-manna í dag.
Daniel Amartey fagnar jöfnunarmarki Leicester-manna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert