Courtois fer hvergi

Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois. AFP

Thibaut Courtois markvörður Chelsea og belgíska landsliðsins í knattspyrnu hefur verið sterklega orðaður við Evrópumeistara Real Madrid.

„Courtois er einn af bestu, ef ekki sá besti, markvörður í heimi. Hann er fullkominn markvörður og fyrir mér er hann frábær. Hann leggur afar hart af sér og hann verður áfram hjá okkur,“ sagði Antonio Conte knattspyrnustóri Chelsea á vikulegum fréttamannafundi í dag.

Thibaut Courtois er 24 ára gamall sem Chelsea fékk til liðs við sig árið 2011. Hann var lánaður til spænska liðsins Atlético Madrid og lék með liðinu 2011-2014. Frá þeim tíma hefur hann leikið með Chelsea. Hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Lundúnaliðið í september 2014 og samningsbundinn liðinu til ársins 2019.

Belginn stóri og stæðilegi hefur spilað afar vel á milli stanganna hjá Chelsea á þessu tímabili og hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 18 fyrstu leikjunum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert