United áfram í sögulegum leik

Wayne Rooney fagnar marki sínu í dag.
Wayne Rooney fagnar marki sínu í dag. AFP

Manchester United fór létt með Reading í þriðju umferð enska bikarsins í knattspyrnu í dag í sögulegum leik þar sem Wayne Rooney jafnaði markamet félagsins.

Rooney kom United á bragðið strax í upphafi leiksins með sínu 249 marki fyrir félagið en markametið hafði Bobby Charlton átt einn frá árinu 1973. 

Anthon Martial bætti við öðru marki United á 15. mínútu og þá strax virtist leikurinn vera búinn fyrir Jaap Stam og hans menn í Reading en Stam gerði garðinn frægan með United-liðinu í kringum aldamótin og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu árið 1999.

Marcos Rashford sá svo um markaskorun seinni hálfleiksins með tveimur mörkum með fjögurra mínútna millibili, á 75. og 79. mínútu. Síðara markið var einkar klaufalegt af hálfu Al-Habsi, markvarðar Reading sem hitti ekki boltann er hann reyndi að hreinsa. Það nýtti Rashford sér og skoraði í autt markið. 

United er þar með komið áfram í fjórðu umferð bikarsins. 

90. Leik lokið!

79. MARK! Rashford á nýjan leik. Skelfileg mistök Al-Habsi í markinu hjá Reading. Fær sendingu frá varnarmanni sínum undir pressu frá Rashford, reynir að hreinsa frá en rekur vinstri löppina í boltann og hitti hann þar með ekki með hægri. Rashford nýtti sér það og skaut knettinum í autt markið. 

76. Schweinsteiger að gera sig kláran hjá United. 

75. MARK! Marcus Rashford að innsigla sigur United! Fær langan bolta frá Carrick á miðjunni og afgreiðir færi sitt fagmannlega. Slæmur varnarleikur hjá Reading - ein sending og vörnin splundruð!

63. Leikmenn Reading eru ekkert búnir að gefast upp en þeir komast lítt áleiðis gegn United. 

46. Síðari hálfleikur hafinn. Ein skipting í hálfleik hjá gestunum í Reading þar sem Tyler Blackett fer af velli en Jordan Obita kemur í hans stað. 

45. Hálfleikur. 2:0 fyrir heimamenn í United. Mourinho væntanlega sáttur með þetta þar sem hann nefndi fyrir leik að hann vildi helst sleppa því að mæta Reading á útivelli, það er að segja ef leikurinn endar með jafntefli. 

45. Rashford í fínu færi en varnarmenn Reading bjarga á síðustu stundu.

28. Jaap Stam, fyrrum varnarmaður Manchester United er stjóri Reading í dag og er ekki ánægður með gang mála á hliðarlínunni, skiljanlega.

19. Marcos Rojo fer af velli vegna meiðsla og Phil Jones kemur inn.

15. MARK! Anthony Martial með laglegt mark. Fær boltann í teignum, fer fallega með boltann og leggur hann snyrtilega innan fótar í fjærhornið. United ða klára þetta á fyrstu 15. mínútunum.

Anthony Martial fagnar marki sínu.
Anthony Martial fagnar marki sínu. AFP

7. MARK! Waye Rooney með skrautlegt mark. Fær boltann inn í teig og tekur stýrir knettinum með lærinu í markið.  Jafnar þar með goðsögnina Bobby Charlton, báðir hafa þar með skorað 249 mörk!

1. Leikurinn er hafinn!

United: S. Romero, Young, Smalling, Marcos Rojo, Blind, Carrick, Fellaini, Mata, Rooney, Martial, Rashford.

Reading: Al-Habsi, Gunter, Blackett, Kelly, Van Den Berg, Evans, Moore, Beerens, McCleary, Williams, Kermorgant.

Bobby Charlton er á Old Trafford í dag.
Bobby Charlton er á Old Trafford í dag. AFP

 

0. Byrjunarliðin birtast eftir skamma stund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert