Ashley Young gæti farið til Kína

Ashley Young gæti farið til Kína.
Ashley Young gæti farið til Kína. AFP

Ashley Young, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er að íhuga tilboð frá félagi í kínversku úrvalsdeildinni. 

Shandong Luneng hefur mikinn áhuga á Young sem er búinn að vera hjá Manchester United síðan 2011. 

Young hefur ekki verið í byrjunarliði United í tvo mánuði og gæti hann því haft áhuga á að færa sig um set. 

Graziano Pelle og Papiss Cisse leika báðir með kínverska félaginu en þeir voru áður í ensku úrvalsdeildinni, Pelle með Southampton og Cisse með Newcastle.

Sky greinir einnig frá því að þrjú ensk félög hafi áhuga á Young. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert