Wenger kærður fyrir að stjaka við dómara

Anthony Taylor og Arsene Wenger ræða málin.
Anthony Taylor og Arsene Wenger ræða málin. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu.

Kæran er tilkomin vegna hegðunar Wengers á leik Arsenal og Burnley í gær. Wenger var vísað upp í stúku fyrir kjaftbrúk en lét ekki þar við sitja heldur stjakaði við fjórða dómara leiksins, Anthony Taylor.

Wenger brást svona illa við eftir að Burnley fékk vítaspyrnu í uppbótartíma, en úr henni jafnaði Burnley metin í 1:1. Arsenal skoraði hins vegar sigurmark áður en flautað var til leiksloka.

Wenger baðst afsökunar eftir leikinn en hann hefur frest þar til síðdegis á fimmtudag til að svara kærunni.

Frétt mbl.is: Hefði átt að þegja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert