Gylfi fær mikið lof

Gylfi Þór fagnar marki sínu gegn Manchester City.
Gylfi Þór fagnar marki sínu gegn Manchester City. AFP

„Það eru sjö lið sem geta enn fallið en fyrir mér er Gylfi Sigurðsson bestur af leikmönnunum í liðunum sem eru í þessari baráttu,“ segir Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins og nú sparkspekingur í sjónvarpinu, í dálki sem hann skrifar í enska blaðið Daily Star.

„Hann hefur skorað átta mörk og lagt upp sjö og hann hefur komið að fleiri mörkum en Eden Hazard, Dele Alli og Sergio Agüero. Og hann hefur gert þetta fyrir lið sem er í vandræðum. Paul Clement stjóri Swansea hefur sagt að hann sé nógu góður til að spila fyrir Chelsea eða Bayern München og ég er sammála honum.

Ég held að ég hafi ekki séð hann spila illa í leik allt tímabilið og ég er hissa að enginn hafi virkilega gert atlögu til að fá hann um borð í sitt lið í janúar. En Swansea hefur líklega hugsað málið þannig að það yrði að halda honum ef það ætlaði sér að halda sæti sínu í deildinni,“ segir Merson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert