„Sýndum mikinn andlegan styrk“

Guardiola á hliðarlínunni í kvöld.
Guardiola á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, var létt þegar hans mönnum tókst að snúa leiknum gegn Mónakó sér í vil en City hafði betur, 5:3, í hreint út sagt frábærum fótboltaleik í kvöld.

„Það gerðust margir hlutir í þessum leik og á köflum vorum við heppnir. En við sýndum mikinn andlegan styrk. Þeir gömlu og ungu í liðinu spiluðu frábærlega. Að upplifa þessa reynslu hjálpar okkur mikið í framtíðinni.

Mónakó hefur meiri sögu en við í Meistaradeildinni og þú þarft svona reynslu til að læra og bæta þig. Að sjálfsögðu getur allt gerst í Mónakó og við þurfum að skora. Við hugsum um sóknarleik, sóknarleik og aftur sóknarleik. Mónakó skorar kannski 80 mörk á einu tímabili og liðið sækir á mörgum mönnum. Lið þeirra er andlega sterkt og þetta er topplið sem er efst í frönsku deildinni. Þess vegna getum við tekið margt jákvætt með þessum úrslitum. Úrslitin eru í lagi. Þetta hefði getað vera betra og þetta hefði getað verið vera,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert