Bruce sendi Birki skilaboð

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Aston Villa, sendi Birki Bjarnasyni og öðrum nýjum leikmönnum félagsins áhugaverð skilaboð í fjölmiðlum í gær.

Bruce keypti sex leikmenn í janúar, þar á meðal Birki, til þess að hrista upp í liðinu en kaupin hafa litlu skilað. Aston Villa hefur tapað fimm leikjum í röð og enn ekki unnið leik á árinu 2017, tapað átta og gert eitt jafntefli, og er sem stendur í 17. sæti ensku B-deildarinnar, sex stigum frá fallsæti.

„Ég er þess fullviss að þið munuð standa ykkur í vínrauðu og bláu litunum,” sagði Bruce en Aston Villa mætir Derby County um helgina.

„Strákarnir sem við fengum vildu allir ólmir koma jafnvel þótt við værum aðeins um miðja deild í Championship-deildinni,“ sagði Bruce.

„Þeir stóðu sig allir vel hjá liðunum sem þeir voru hjá. Það er engin ástæða að halda að þeir geti ekki verið stjörnur á ný,“ sagði Bruce en Birkir hefur nú þegar tapað fleiri leikjum með Aston Villa á þremur vikum heldur en hann gerði með Basel í Sviss á tveimur tímabilum.

„En þetta hefur verið erfitt undanfarið. Hér hafa orðið miklar breytingar og úrslitin hafa sett pressu á alla hérna. En þannig er það að spila fyrir þetta félag. Þú þarft að geta höndlað pressuna. Nýju leikmennirnir átta sig á því,“ sagði Bruce.

Birkir Bjarnason með Villa-treyjuna.
Birkir Bjarnason með Villa-treyjuna. Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert