Gylfi fékk góða dóma

Gylfi í leiknum gegn Chelsea í dag.
Gylfi í leiknum gegn Chelsea í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir leik sinn gegn meistaraefnunum í Chelsea í dag þegar Swansea City tapaði 3:1 á Stamford Bridge.

Gylfi fékk 7 í einkunn hjá enska blaðinu Mirror og netmiðlinum walesonline.com en hann lagði upp mark sinna manna í leiknum. Gylfi tók frábæra aukaspyrnu á lokasekúndum fyrri hálfleiks sem rataði beint á kollinn á Fernando Llorente og kollspyrna hans lá í netinu.

Þetta var níunda stoðsending Gylfa á leiktíðinni, en hann og Belginn Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, hafa átt flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert